fbpx
Hulda gegn Stjörnunni vefur

Tap í Mýrinni í gær

IMG_2445Stelpurnar okkar í handboltanum léku í gær fjórða leik sinn gegn Stjörnunni í undanúrslitum Olísdeildarinnar. Leikið var í Mýrinni og hefðum við með sigri getað tryggt okkur sæti í úrslitum.  Við lékum vel í Safamýrinni á mánudag og þurftum að ná svipuðum leik til þessa að landa sigri. Það varð því miður ekki raunin og við mættum bæði seint og illa til leiks.
Leikurinn í gær byrjaði hreinlega hörmulega, við hreinlega ekki tilbúnar í leikinn, náðum aldrei takti við þennan leik að ráði.  Við lentum undir 9-2 eftir 15 mín og mestur munur í fyrri hálfleik var 10 mörk. Staðan í hálfleik var 16-7. Það var því  ljóst að þetta yrði erfitt að laga í þeim síðari og nánast ómögulegt.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn af krafti og náðum að minnka muninn fljótlega, gerðum gott áhlaup en það dugði bara ekki.  Náðum að mig minnir í tví eða þrígang að minnka muninn í fjögur mörk en það er meira en að segja það, að ná sér upp úr svona stöðu.  Leikurinn var nánast tapaður í hálfleik sem er ekki ásættanlegt. Lokatölur 26-21. Það var góð barátta í síðari hálfleiknum og verður að hrósa liðinu fyrir það.  En það var byrjunin sem fór algjörlega með leikinn, það er eitthvað sem leikmenn þurfa að fara yfir fyrir lokaleikinn sem fer fram í Safamýrinni á laugardag.
Fimmti og síðasti leikurinn verður sem sagt á laugardag kl. 14:00 í FRAMhúsi og við verðum að fylla húsið. Það er útkall „blár“ á laugardag kl.14:00 sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!