Arnar Freyr Arnarsson línumaðurinn sterki hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við FRAM eða til ársins 2018. Arnar Freyr er uppalinn í FRAM, er fæddur 1996 og hefur leikið með meistaraflokki FRAM síðastliðin tvö ár. Arnar hefur á þeim tíma öðlast reynslu og fengið aukið hlutverk í FRAMliðinu. Arnar Freyr hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands og nú síðast var hann valinn í landslið Íslands U-19 sem tekur þátt í European Open í Gautaborg og HM í Rússlandi í sumar. Það er því fagnaðarefni fyrir okkur FRAMara að hafa tryggt okkur krafta Arnar Freys næstu þrjú árin og það verður spennandi að fylgjast með Arnari vaxa á næstu árum.
Handknattleiksdeild FRAM