fbpx
Arnar freyr vefur

Arnar Freyr Arnarsson með FRAM til 2018

arnar2Arnar Freyr Arnarsson línumaðurinn sterki hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við FRAM eða til ársins 2018.  Arnar Freyr er uppalinn í FRAM, er fæddur 1996 og hefur leikið með meistaraflokki FRAM síðastliðin tvö ár. Arnar  hefur á þeim tíma öðlast reynslu og fengið aukið hlutverk í FRAMliðinu.  Arnar Freyr hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands og nú síðast var hann valinn í landslið Íslands U-19 sem tekur þátt  í European Open í Gautaborg og HM í Rússlandi í sumar. Það er því fagnaðarefni fyrir okkur FRAMara að hafa tryggt okkur krafta Arnar Freys næstu þrjú árin og það verður spennandi að fylgjast með Arnari vaxa á næstu árum.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!