fbpx
Ungir og efnilegir vefur

Knattspyrnudeild FRAM gerir samninga við unga leikmenn

Sex ungir knattspyrnumenn úr 3. flokki Fram skrifuðu hver og einn undir tveggja og hálfs árs samning  við Knattspyrnudeild Fram á dögunum. Þessir drengir eru allir fæddir árið 1999 og hafa verið burðarásar A-liðs 3. flokks undanfarið eitt og hálft ár hjá félaginu, hvar þeir hafa tekið miklum framförum undir öruggri leiðsögn þjálfaranna Lárusar Grétarssonar og Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar. Drengirnir skipuðu stóran sess við að koma liði sínu upp um deild á síðasta sumri í Íslandsmótinu og lönduðu Reykjavíkurmeistaratitlinum ásamt félögum sínum í 3. flokki nokkuð afgerandi á dögunum. Allir eiga leikmennirnir leiki að baki með 2. flokki félagsins, auk þess hafa nokkrir þeirra spreytt sig í æfingaleik með meistaraflokki.
Það er fagnaðarefni fyrir Knattspyrnudeild Fram að hafa tryggt sér þjónustu þessara ungu og efnilegu leikmanna og hlakkar til samstarfsins við þá næstu árin.
GóðLeikmennirnir eru frá vinstri; Daníel Þór Bjarkason, Þorsteinn Örn Bernharðsson, Magnús Snær Dagbjartsson, Trausti Freyr Birgisson, Axel Freyr Harðarson og Óli Anton Bieltvedt.

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!