fbpx
Elías gegn Haukum vefur

Elías Bóasson semur við FRAM til ársins 2018

eliasboasElías Bóasson hefur framlengt samning sinn við FRAM og mun leika með félaginu næstu þrjú árin eða til vors 2018. Elías sem er fæddur árið 1993, skrifaði í dag undir nýjan þriggja ára samning við FRAM.  Elías hefur alla tíð leikið með FRAM og er orðinn einn af lykil leikmönnum flokksins þrátt fyrir ungan aldur. Elías gat lítið leiki í vetur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrsta leik Íslandsmótsins en æfir nú af kappi og ætlar að mæta full frískur í haust. Það er því sérstaklega ánægulegt fyrir okkur FRAMara að landa nýum samningi við Elías, enn einn FRAMarinn sem heldur tryggð við félagið sitt.

Handknattleiksdeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0