fbpx
Alexander vefur

Jafnt gegn KA á Akureyri í dag

Orri góðÞað var heldur haustlegt á KA-velli í dag þegar við FRAMarar mættum í okkar fyrsta leik á Íslandsmótinu í fótbolta. Dumbungur í lofti, kalt og snjór yfir æfingasvæði KA, en þetta á eftir að lagast þegar vorar.
Við mættum illa til leiks í dag og leikurinn varla byrjaður þegar við fengum á okkur mark en það kom strax á 2 mín leiksins.  KA menn miklu frískari í byrjun, við varla með í leiknum fyrstu 10 mín en þá jafnaðist leikurinn aðeins. Við einhvern veginn ekki alveg tilbúnir í þennan leik og áttum hreinlega enginn alvöru færi í fyrri hálfleik. Það fór svo þannig að við fengum á okkur annað mark á 35 mín og staðan í hálfleik 2-0.  Við ekki líklegir til að skora og kannski heppnir að vera bara 2-0 undir í hálfleik.
Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn betur og náðum að setja mark strax í 47 mín. en það var Orri Gunnarsson sem skoraði af stuttu færi eftir gott spil.  Það átti heldur betur margt eftir að breytast í þessu hálfleik, við jöfnuðum leikinn á 57 mín. en þar var að verki Brynjar Benediktsson eftir frábæra sendinu frá Orra Gunn, drengurinn kláraði þetta færi mjög vel. Eftir þetta var leikurinn bara skemmtilegur, töluvert fjör í leiknum og bæði lið fengu færi til að skora.  Það var svo á 84 mín að brotið var Sigurði Þránni innan teigs og vítaspyrna dæmd.  Eyþór Helgi tók spyrnuna en hún var varinn, slakt víti hjá drengnum.  En mínútu síðar setti Orri Gunnars þetta líka markið, hörkuskot rétt utan teigs og boltinn söng í netinu, staðan orðin 2-3 fyrir okkur og útlitið gott.  En það var svo á 91 mín. að KA náði að jafna leikinn eftir klaufaskap okkar mann.  Staðan 3-3.  Á 93 mín vildu okkar menn meina að við hefðum náð að skora en markið ekki dæmt. Lokatölur í dag 3-3 í fyrsta leik okkar þetta tímabilið.  Þvílíkur leikur og veit á eitthvað gott í sumar.  Í heildina ágætur leikur en full kafla skiptur og við þurfum að mæta á fullu í næsta leik, strax frá byrjun.  Næsti leikur okkar manna verður eftir viku og þá aftur á Akureyri þegar við mætum Þór.  Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!