fbpx
FRAM - ÍR

Tap í Borgunarbikar kvenna

mfl.kv.Stelpurnar okkar í mfl.kvenna léku í dag gegn Augnablik í Borgunarbikarnum, leikið var í blíðunni í Úlfarsárdal, en ekki hvað.  Völlurinn flottur og dalurinn allur að lifan við. Það er að koma vor og svo sumar ef vel tekst til
Leikurinn í dag var hins vegnar ekki alveg nógu góður, við erum samt á réttri leið,  leikmenn að týnast inn eins og vorið. Þetta á eftir að verða flott í sumar þegar við höfum náð vopnum okkar.
Við lék ágætlega framan af leik og höfðum í fullu tré við stelpunar úr Kópavoginu en á 30 mín fengum við á okkur mark og svo annað á loka mínútu fyrri hálfleiksins sem er aldrei gott.  Hefði verið fínt að fara með 0-1 til hálfleiks en staðan í hálfleik 0-2.
Síðari hálfleikur var svo ekki góður og ljóst að liðið þarf að æfa vel á næstu vikum, fengum á okkur mark strax á 49 mín og svo komu þau á færibandi, lokatölur í dag 0-7 tap.  Skelfilegt að láta þetta gerast og við eigum að geta gert mun betur. En það þýðir ekkert að hengja haus og nú þurfum við að undirbúa okkur vel fyrir Íslandsmótið sem hefst mánudaginn 25. maí á heimavelli í Úlfarsárdalnum.  Sjáumst þá !

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!