fbpx
Lísa Fylkir vefur

Elísabet Gunnarsdóttir semur við FRAM

elisabetHandknattleiksdeild FRAM og Elísabet Gunnarsdóttir haf gert samning þess efnis að Elísabet leiki áfram handknattleik með liði FRAM.
Elísabetu þarf ekki að kynna fyrir Frömmurum.  Hún kom fyrst til FRAM fyrir veturinn 2011 – 2012 og lék síðan einnig með FRAM veturinn 2012 – 2013 þegar liðið varð Íslandsmeistari.  Á þessum tveimur leiktímabilum lék hún yfir 40 leiki á Íslandsmótinu og skoraði yfir 230 mörk í þeim leikjum.
Elísabet gekk síðan aftur í raðir FRAM haustið 2014 eftir stutt hlé vegna meiðsla og barneigna.  Síðast liðinn vetur lék hún 22 leiki í deildarkeppninni og skoraði í þeim 61 mark.
Samningur FRAM og Elísabetar er til eins árs. Það er sérstaklega ánægjulegt að Elísabet verði í röðum FRAM að minnsta kosti eitt tímabil enn.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email