Kristinn Rúnar Jónsson þjálfari okkar FRAMara hefur tilkynnt félaginu að hann þurfi að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum. Kristinn tilkynnti stjórnarmönnum félagsins þetta í síðustu viku en hann gaf vilyrði fyrir því að stýra liðinu þar til ný þjálfari hefði fundist. Það var svo ljóst í dag að Pétur Pétursson væri klár í slaginn og því var leikurinn í dag sá síðasti sem Kristinn stýrir að þessu sinni. Það er mikill söknuður af Kristni en hann tók að sér erfitt verkefni í haust og hefur í allan vetur unnið að því að byggja upp nýtt lið. Það var mikil áskorun að taka við FRAMliðinu í haust og ekki allir sem hefðu hent sér í það verkefni af jafn miklum krafti og yfirvegun. Við FRAMarar ósku Kristni alls hins besta í framtíðinni. Það er öruggt að við eigum eftir að leita í hans smiðju síðar.
ÁFRAM FRAM