fbpx
Orri gegn KA III vefur

Tap gegn Þór á Akureyri í dag

Ingiberg Ólafur JónssonÞað var ljómandi veður á Akureyri í dag þegar við FRAMarasr mættum þar til leiks aðra helgina í röð.  Nú var röðin kominn að því að mæta Þór á þeirra heimavelli, völlurinn ekki góður,  á því miður talsvert í land af eðlilegur ástæðum.
Það var ekki völlurinn sem olli því að við voru tveimur mörkum undir eftir 18 mín leik.  Það var bara eins og í síðasta leik við mættum einfaldlega ekki klárir til leiks. Þórsarar voru mjög frískir og við hreinlega á hælunum og gerðum okkur seka um slæm misstök sem kostuðu því miður mikið í dag.  Við náðum samt að rétta okkar hlut á 28 mín þegar Eyþór Helgi gerði magnað mark af löngu færi. Eyþór á eftir að setja nokkur í sumar, hann er heitur.   En því miður náðum við ekki að fylgja þessu marki eftir og fengum á okkur mark á 39 mín, flott mark en við ekki nógu vakandi.  Staðan í hálfleik 3-1.  Það er aldrei gott að fara til hálfleiks með svona stöðu og ljóst að við yrðum að eiga gríðarlega góðan seinni hálfleik til að ná að snúa leiknum okkur í hag.
Við byrjuðum vel í síðari hálfleik og liðið að leika vel, settum mark strax á 50 mín og staðan orðin 3-2, það var ingiberg sem gerði marki með skalla.  Við miklu betri í leiknum og líklegir til að jafna. En þá fengum við á okkur mark og það var eiginlega þarna sem leikurinn kláraðist því miður.   Við skoruðum á 77 mín þegar Ingiberg Ólafur stangaði boltann í netið öðru sinni og staðan 4-3. Við reyndum allt sem við gátum til að jafna en það fer mikil orka í það að vinna upp svona forskot og því miður náðum við ekki að klára þetta í dag. Lokatölur 4-3 tap.  Leikurinn var stórskemmtilegur og mörg mörk en því miður náðum við engu út úr leiknum, þurfum að gera betur í næstu leik.
Það er bullandi karakter í þessu liði okkar, þurfum að laga varnarleikinn aðeins og þá er okkur allir vegir færir.  Ég hef trú á því að við gerum það í næstu leikjum og ég hef mikla i trú á strákunum okkar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0