Metþátttaka var á beltaprófi Taekwondodeildar FRAM sem haldið var í íþróttahúsi Ingunnarskóla sunnudaginn 17. maí 2015. Alls tóku 43 iðkendur próf. Kári Hallgrímsson fékk viðurkenningu fyrir bestu mætingu vorið 2015 og Ólafur Benedikt Óskarsson fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur veturinn 2014-2015. Að beltaprófi loknu var haldin grillveisla í garði Maríuborgar og frábærum vetri fagnað með stæl.
Við óskum ykkur öllum til hamingju með glæsilegan árangur og hlökkum til að sjá ykkur næsta vetur – aldrei að vita nema við hittumst í sumar í Leirdalnum og tökum eins og eina góða útiæfingu (eða tvær). Fylgist því áfram vel með Facebooksíðunni (Taekwondo FRAM) en þar má finna fleiri myndir úr prófinu
https://www.facebook.com/media/set/?set=oa.1625280804379688&type=1
Kveðja,
Stjórn Taekwondodeildar FRAM