fbpx
vefur

FRAM örugglega áfram í Borgunarbikarnum

Einar Bjarni ÓmarssonÞað var kalt og rok á Seltjarnarnesinu í dag þegar við mættu Gróttu í Borgunarbikarnum.  Völlurinn samt í góðu standi og greinlegt að vallarstjórinn er að vinna gott starf. Það var vel mætt af okkar fólki sem var gaman að sjá.
Við byrjuðum leikinn í dag ágætlega, gáfum enginn færi á okkur og greinilegt að menn ætluðu ekki að byrja á því að fá á sig mörk.  Við lékum á móti stekum vindi, gerðum vel að halda boltanum niðri og oft á tíðum sást gott spil. Það skilaði marki á 33 mín þegar Eyþór Helgi gerði gott mark eftir góða sókn, vel afgreitt hjá drengnum.  Við telftum fram nýjum leikmanni í vörninn en Sebastien Uchechukwu Ibeagha (Basti) var mættur til leiks og drengurinn lítur bara vel út. Stór og sterkur strákur, fór vel með boltann og skilaði honum vel frá sér, lék ljómandi vel í dag. Staðan í hálfleik 0-1.  Við voru mun betri í fyrri hálfleik og Grótta náði ekki að skapa neitt, útlitið því gott fyrir þann síðari.
Við lékum undan vindi í síðari hálfleik eins og gefur að skilja, en náðum svo sem ekkert að nýta það sérstaklega enda erfitt að nýta Kára af einhverju viti.  Við héldum áfram að stjórna leiknum voru miklu betri á öllum sviðum og gáfum enginn færi á okkur varnarlega.  Við bættu við marki á 73 mín og það gerði Einar Bjarni eftir ágæta sókn, ekki hans fallegasta en hverjum er ekki sama, gott mark. Við klárum svo þennan leik örugglega hefður getað bætt við mörkum en góður 0-2 sigur staðreynd. Við misstum Hafþór Mar af velli á c.a 80 mín en drengurinn lenti í samstuði við lékmann Gróttu sem gerði sig sekan um að reyna að skalla “eitthvað” en lenti í andliti Hafþór sem meiddist illa.  Sendum Hafþóri bata kveðjur.
Góður sigur í dag, næsti leikur er á laugardag kl. 14:00 í Laugardalnum okkar fyrsti heimaleikur í ár og þar þurfum við FRAMarar að fjölmenna. Allir í Bláu á laugardag.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!