fbpx
Sigurbjörg gegn stjörnunni D vefur

Handknattleiksdeild FRAM hefur gengið frá nýjum samningi við Sigurbjörgu Jóhannsdóttur

Sigurbjörg LiðsmyndHandknattleiksdeild FRAM og Sigurbjörg Jóhannsdóttir hafa endurnýjað samning sín á milli um að Sigurbjörg leiki áfram með FRAM.  Samningurinn er til tveggja ára.
Það þarf ekki að kynna Sigurbjörgu fyrir Frömmurum.  Hún hefur leikið allan sinn feril hjá FRAM og lék sinn 300 leik fyrir félagið veturinn 2013 – 2014.
Sigurbjörg lék mjög vel fyrri hluta síðasta tímabils og var meðal annars valinn besti leikmaður fyrri umferðar OLÍS deildar kvenna.  Sigurbjörg meiddist hins vegar illa í leik á móti ÍBV í lok janúar s.l. og lék ekkert eftir það.  Sigurbjörg var engu að síður tilnefnd (ein af þremur) sem besti leikmaður OLÍS deildarinnar á hófi HSÍ um síðustu helgi.  Sigurbjörg er nú í stýfri endurhæfingu og stefnir á að koma enn sterkari til baka næsta haust.
Sigurbjörg lék 15 leiki með FRAM í OLÍS deildinni síðasta tímabil og skoraði í þeim leikjum 72 mörk.
Það er sérstakt ánægjuefni fyrir Handknattleiksdeild FRAM að tilkynna að Sigurbjörg verði áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin. 

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!