fbpx
María Ellen vefur

María Ellen og Halldór Sigurðsson valinn í úrvalslið Reykjavíkur

María Ellen 2 vefurHalldór Sig Reykjavíkur úrvalMaría Ellen Birgisdóttir og Halldór Sigurðsson hafa verið valinn í úrvalslið Reykjavíkur sem tekur þátt í Grunnskólamóti höfuðborga Norðurlandanna. Mótið í ár verður  haldið í Stokkhólmi, nánar tiltekið í Bosön dagana 24.-29. maí. María Ellen var valinn í úrvalslið Reykjavíkur í handbolta og Halldór í úrvalslið Reykjavíkur í knattspyrnu. Við FRAMarar erum stoltir af því þegar okkar iðkendur eru valdir til þátttöku á svona stóru móti. En grunnskólamót höfuðborga Norðurlanda hefur verið haldið árlega frá árinu 1948. Reykjavík tók fyrst þátt í leikunum árið 2006 í Helsink. Keppt er í þremur íþróttagreinum á mótinu; knattspyrnu drengja, handknattleik stúlkna og frjálsum íþróttum drengja og stúlkna. Þátttakendur koma frá Helsinki, Kaupmannhöfn, Osló og Stokkhólmi auk Reykjavíkur. Hver borg er skipuð 47 manna hópi; 41 unglingur á aldrinum 13-14 ára, fjórir þjálfarar og tveir fararstjórar.

Til hamingju FRAMarar  og gangi ykkur vel ! 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!