Handknattleiksdeild FRAM og Elva Þóra Arnardóttir hafa endurnýjað samning sín á milli um að Elva Þóra leiki áfram með FRAM. Samningur hennar og FRAM er til tveggja ára.
Elva Þóra er ný orðin 21 árs. Hún er uppalin hjá FRAM hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Elva leikið tæpa 100 leiki með FRAM í meistaraflokki. Elva lék 19 af 22 leikjum FRAM í OLÍS deildinni í vetur og lék þar stórt hlutverk í varnarleiknum.
Það er sérstakt ánægjuefni fyrir Handknattleiksdeild FRAM að tilkynna að Elva Þóra verði áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin og væntum við mikils af henni í framtíðinni.
ÁFRAM FRAM