Handknattleiksdeild FRAM og Arna Þyrí Ólafsdóttir hafa gert með sér samning um að Arna Þyrí leiki með FRAM næsta vetur. Samningur hennar og FRAM er til tveggja ára.
Arna Þyri er fædd 1997 og því ekki nema 18 ára síðan í mars s.l. og hún er því gjaldgeng í 3. flokki kvenna einnig.
Arna Þyri er uppalin í Vestmannaeyjum og lék 21 leik með meistaraflokki kvenna ÍBV s.l. vetur og skoraði í þeim leikjum 17 mörk. Arna Þyri leikur sem miðjumaður í sókn og er einnig öflugur varnarmaður.
Það er ánægjuefni fyrir Handknattleiksdeild FRAM að tilkynna um að Arna Þyrí verði í herbúðum FRAM í Safamýrinni næstu tvö árin.
Velkomin Arna Þyrí.
ÁFRAM FRAM