fbpx
Arna Þyrí vefur

Handknattleiksdeild FRAM hefur samið við Örnu Þyrí Ólafsdóttur

Arna ÞyríHandknattleiksdeild FRAM og Arna Þyrí Ólafsdóttir hafa gert með sér samning um að Arna Þyrí leiki með FRAM næsta vetur. Samningur hennar og FRAM er til tveggja ára.
Arna Þyri er fædd 1997 og því ekki nema 18 ára síðan í mars s.l. og hún er því gjaldgeng í 3. flokki kvenna einnig.
Arna Þyri er uppalin í Vestmannaeyjum og lék 21 leik með meistaraflokki kvenna ÍBV s.l. vetur og skoraði í þeim leikjum 17 mörk. Arna Þyri leikur sem miðjumaður í sókn og er einnig öflugur varnarmaður.
Það er ánægjuefni fyrir Handknattleiksdeild FRAM að tilkynna um að Arna Þyrí verði í herbúðum FRAM í Safamýrinni næstu tvö árin.

Velkomin Arna Þyrí.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!