Handknattleiksdeild FRAM og Hafdís Lilja Torfadóttir hafa endurnýjað samning sinn um að Hafdís Lilja leiki áfram með FRAM. Hafdís Lilja er fædd í júlí 1997 og því einungis 17 árs. Hún er uppalin hjá FRAM hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu.
Hafdsi Lilja er einn af allra efnilegustu markmönnum handboltans í dag. Hún kom nokkuð óvænt inn í aðalhlutverk hjá FRAM í úrslitakeppni OLÍS deildarinnar í vor og stóð sig með mikilli prýði, kom við sögu í 17 af 22 leikjum FRAM í OLÍS deildinni í vetur.
Hafdís Lilja var nýlega valin í afrekshóp HSÍ sem æfir nú undir handleiðslu landsliðsþjálfara HSÍ.
Það er ánægjuefni fyrir Handknattleiksdeild FRAM að tilkynna að Hafdís Lilja verði áfram í herbúðum félagsins næstu árin og væntum við mikils af henni í framtíðinni.
ÁFRAM FRAM