fbpx
Hafdís Lilja Skrifarundir

Hafdís Lilja Torfadóttir endurnýjar samning sinn við FRAM

2Handknattleiksdeild FRAM og Hafdís Lilja Torfadóttir hafa endurnýjað samning sinn um að Hafdís Lilja leiki áfram með FRAM.  Hafdís Lilja er fædd í júlí 1997 og því einungis 17 árs.  Hún er uppalin hjá FRAM hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu.
Hafdsi Lilja er einn af allra efnilegustu markmönnum handboltans í dag. Hún kom nokkuð óvænt inn í aðalhlutverk hjá FRAM í úrslitakeppni OLÍS deildarinnar í vor og stóð sig með mikilli prýði, kom við sögu í 17 af 22 leikjum FRAM í OLÍS deildinni í vetur.
Hafdís Lilja var nýlega valin í afrekshóp HSÍ sem æfir nú undir handleiðslu landsliðsþjálfara HSÍ.
Það er ánægjuefni fyrir Handknattleiksdeild FRAM að tilkynna að Hafdís Lilja verði áfram í herbúðum félagsins næstu árin og væntum við mikils af henni í framtíðinni.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!