Það var ljómandi fótbolta veður í Laugardalnum í dag þegar við FRAMarar lékum okkar fyrsta heimaleik þetta tímabilið. Það var ágæt mæting og Laugardalsvöllurinn allur að koma til.
Leikurinn í dag var hinsvegar ekki mikil skemmtun og þegar fyrri hálfleik lauk spurði maður sig hvort hann hafi byrjað yfir höfuð. Það gerðist ekkert í fyrri hálfleik, við ekki að spila vel og áttum ekki eina mark tilraun í fyrri hálfleik. Mjög slakur fyrri hálfleikur, 0-0 eftir 45 mín.
Það voru gerðar tvær breytingar í hálfleik og maður gerði sér vonir um að leikurinn myndi hressast til muna en það varð því miður ekki. Andleysi okkar leikmanna var algert í dag og við þurfum að gera mun betur en þetta. Við fengum á okkur mark á 65 mín eftir slakan varnarleik og klaufaskap. Við fengum okkar eina færi á 75 mín þegar Brynjar Ben átti góðan skalla á markið en markvörður Fjarðabyggðar varði vel. Meira er ekki um þennan leik að segja hann fjaraði út og við aldrei líklegir til að gera neitt í dag, því miður. Lokatölur 0-1 tap á heimavellil, alls ekki ásættanlegt.
Næsti leikur er á útivelli á fimmtudag gegn Haukum, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM