fbpx
Cody Mizell vefur

Tap á heimavelli

Brynjar BenÞað var ljómandi fótbolta veður í Laugardalnum í dag þegar við FRAMarar lékum okkar fyrsta heimaleik þetta tímabilið.  Það var ágæt mæting og Laugardalsvöllurinn allur að koma til.
Leikurinn í dag var hinsvegar ekki mikil skemmtun og þegar fyrri hálfleik lauk spurði maður sig hvort hann hafi byrjað yfir höfuð.  Það gerðist ekkert í fyrri hálfleik, við ekki að spila vel og áttum ekki eina mark tilraun í fyrri hálfleik.  Mjög slakur fyrri hálfleikur, 0-0 eftir 45 mín.
Það voru gerðar tvær breytingar í hálfleik og maður gerði sér vonir um að leikurinn myndi hressast til muna en það varð því miður ekki. Andleysi okkar leikmanna var algert í dag og við þurfum að gera mun betur en þetta. Við fengum á okkur mark á 65 mín eftir slakan varnarleik og klaufaskap.  Við fengum okkar eina færi á 75 mín þegar Brynjar Ben átti góðan skalla á markið en markvörður Fjarðabyggðar varði vel.  Meira er ekki um þennan leik að segja hann fjaraði út og við aldrei líklegir til að gera neitt í dag, því miður.  Lokatölur 0-1 tap á heimavellil, alls ekki ásættanlegt.
Næsti leikur er á útivelli á fimmtudag gegn Haukum, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!