fbpx
kv

Frábært kvöld í Grafarvoginum

kvllFyrst alvöru vorkvöldið í Reykjavík var í kvöld þegar Fjölnir og Fram áttust við í 1.deild kvenna.  Þar var nánast logn og sól skein í heiði.  Leikurinn fór rólega af stað og okkar stelpur voru aðeins undir í baráttunni til að byrja með en þegar leið á fyrrhálfleikinn má segja að hann hafi verið eign Fram stelpna.  Hættulegast færi fyrrhálfleiks kom á 41. mínútu þegar Bryndís skallar boltann rétt framhjá markinu eftir góða aukaspyrnu frá Önnu.
Í síðari hálfleikur fór svipað af stað og sá fyrri þar sem Fjölnis stelpur voru heldur öflugri og sóttu meira án þessa að skapa mikið af færum.  En þegar leið á hálfleikinn lá töluvert á okkar stelpum og áttu Fjölnisstelpur  nokkur góð færi til að mynda skot í stöng og slá.  Markvörður Fram Lucy Gillett verði nokkrum sinnum mjög vel og var öryggið uppmálað.
En á 75 mínútu bar til tíðinda þegar við fengum aukaspyrnu á vinstri kantinum sem Anna Marzellíusardóttir  tók og hitti beint á kollinn á Margréti Sveinsdóttur sem skallaði boltann af miklum krafti í fjærhornið óverjandi fyrir markvörð Fjölnis.  Staðan því orðin 0 – 1 fyrir Fram.  Eftir þetta bökkuðu Fram stelpur meira og reyndu að verja forskotið.  Spennan var gífurleg allt fram á 95 mínútu leiksins þegar dómarinn flautaði af og sú feita gat farið í sturtu með stelpunum.   Glæsilegur sigur okkar stelpna.
Liðið er enn að spila sig saman og eru nokkrar að koma til baka úr fríum erlendis og það verður spennandi að fylgjast með liðinu í sumar.    Ungu og efnilegu stelpurnar okkar munu vonandi spila sig inni í liðið smám saman, en í kvöld kom Heiðrún Dís Magnúsdóttir við sögu og stóð sig vel.
Af engum ólöstuðum má segja að maður leiksins hafi verið turninn í vörninni númer 5 Margrét Sveinsdóttir.
Nú þurfa drengirnir okkar að fara að fordæmi stúknanna og gefa allt í leikinn, landa sigri með baráttu, þrautseigju og vilja.

Áfram Fram, allir á völlinn og styðjum okkar félag.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0