Það var bærilegt veður í vesturbænum í kvöld þegar við FRAMarar mættum til leiks á gervigrasvöll KR. Ekki þannig að við ætluðum að leika gegn KR heldur liði KV.
Það var ekki margt sem gladdi augað í fyrri hálfleik og ekkert mark var skorað þó ýmislegt gengi á. Dálítð líf í leiknum en við ekki að spila vel og ekki góður hálfleikur hjá okkar mönnum.
Það var svo KV sem komst yfir á 46. mínútu áður en Orri Gunnarsson jafnaði með skoti beint úr aukaspyrnu skömmu síðar. Flott mark hjá Orra. KV komst svo aftur yfir tíu mínútum fyrir leikslok úr vítaspyrnu sem var að okkar mati sérkennilegur dómur svo ekki sé meira sagt. Eftir markið gerðum við lítið og lokatökur 2-1 tap og bikardraumurinn úti.
Slæmt að tapa þessum leik og okkar leikmenn þurfa að fara að sýna meira. Pétur gerði margar breytingar frá síðasta leik og er greinilega að skoða alla möguleika.
Næsti leikur er í Laugardalnum á sunnudag kl. 19:15 gegn Gróttu sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM