Hulda Dagsdóttir hefur verið kölluð inn í landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Svartfjallalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Hulda er í Landsliðshóp Íslands en hún hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár.
Hulda var valinn í úrvalshóp HSÍ nú í vor sem æft hefur undir handleiðslu landsliðsþjálfaranna undanfarnar vikur.
Hulda var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna hjá FRAM á lokahófi handknattleiksdeildarinnar um s.l. helgi. Gangi þér vel Hulda.
ÁFRAM FRAM