Lokahóf Handknattleiksdeildar FRAM fór fram s.l. föstudag. Hlutirnir voru þar með hefðbundnum hætti. Sigurður Tómasson og Guðmundur Kolbeinsson sáu um að elda ofan í mannskapinn og stóðu sig vel eins og ævinlega.
Veittar voru viðurkenningar eftir veturinn vegna áfangaleikja og síðan efnilegustu og bestu leikmenn vetrarins.
Tveir leikmenn FRAM náðu þeim áfanga að spila sinn 100 leik fyrir félagið í vetur. Í meistaraflokki karla var það Garðar Benedikt Sigurjónsson og í meistaraflokki kvenna var það Hekla Rún Ámundadóttir. Stefán Baldvin Stefánsson náði síðan þeim áfanga í vetur að spila sinn 300 leik fyrir félagið.
Efnilegustu leikmenn síðastliðins vetrar voru valinn Sigurður Örn Þorsteinsson í meistaraflokki karla og Hulda Dagsdóttir í meistaraflokki kvenna.
Bestu leikmenn vetrarins voru síðan valin Kristófer Fannar Guðmundsson í meistaraflokki karla og Sigurbjörg Jóhannsdóttir í meistaraflokki kvenna annað árið í röð.
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email