Stelpurnar okkar mættu FH í Úlfarsárdalnum í kvöld. Það var frábært fótbolta veður í dalnum, hægur andvari, bærilega hlýtt og dalurinn loks að taka við sér eftir veturinn. Alveg þokkalega mætt en hefði viljað sjá fleiri mæta þar sem stelpurnar voru taplausar fyrir leikinn og hafa verið að spila vel. Þær þurfa líka á okkur að halda.
Leikurinn í kvöld byrjaði vel, við náðum að setja stórglæsilegt mark eftir c.a 10 mín en þá smell hitti Anna Marzelíusar boltann og setti hann í hornið fjær. Algjörlega óverjandi skot af löngu færi. Eftir markið settu FH stelpur mikla pressu á okkar lið, við færðum okkur aftar á völlinn og vörðumst vel það sem eftir lifði hálfleiks.
Staðan í hálfleik 1-0.
Síðari hálfleikur byrjaði ekki nógu vel, við náðum ekki upp neinu spili og FH pressaði okkur stíft. Það lá því í loftinu að FH myndi jafna og það gerðist á 56 mín þegar við fengum á okkur mark eftir þunga sókn. Við náðum okkur ekki að strik og fengum á okkur annað mark á c.a 66 mín staðan orðið 1-2. Þá var eins og við tækjum aðeins við okkur, fórum að reyna að halda boltanum og byggja upp sóknir. Það dugði því miður ekki og lokatölur í kvöld 1-2. Við náðum okkur ekki alveg á strik í kvöld, vorum óöruggar og náðum ekki að halda boltanum nógu vel innan liðsins, Lucy markvörður þurfti nokkrum sinnum að taka vel á því og var okkar besti maður.
Næsti leikur er gegn Grindavík í Grindavík sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM