Það var ágætis fótbolta veður í Laugardalnum í kvöld þegar við mættum Gróttu, smá strengur á annað markið, ásættanlega hlýtt og völlurinn góður eins og venjulega. Hlýtur að vera gaman fyrir öll lið að spila á þessum velli.
Við byrjuðum leikinn í kvöld illa, spiluðum reyndar fyrri hálfleikinn allan frekar illa og vorum hreinlega ekki líklegir til að gera neitt. Lítið spil milli manna, sendingar ónákvæmar og greinilega ekki mikið sjálfstraust í okkar liði. Við áttum tvö færi í upphafi og síðan ekki söguna meir. Grótta setti á okkur mark á 24 mín, við hreinlega ekki með í leiknum, þetta er eins að sjá “málningu þorna” sagði einn sem sat nálægt mér, veit ekki hvort ég er sammála því en fyrri hálfleikur ekki góður. Mér fannst samt við aðeins ranka við okkur eftir markið og eins og við værum aðeins að ná áttum.
Síðari hálfleikur var mun betri, við gáfum fá færi á okkur og voru mun ákveðnari í öllum okkar aðgerðum, vorum þó ekkert að spila vel framan af. Ingibergur gerði gott mark af harðfylgi á 52 mín eftir hornspyrnu hreinlega tróð knettingu í netið, vel gert hjá stráknum en hann átti góðan leik í kvöld, sennilega okkar besti maður. Eyþór Ingi kom svo inn á 70 mín og gerði gott mark með sinni fyrstu snertingu í leiknum, hann á eftir að gera fleiri mörk í sumar. Staðan orðin 2-1. Mér fannst eins Alexander Aron væri orðinn verulega þreyttur á þessum tímapunkti, en hann gerði flott mark á 85 mín þegar hann sendi boltann í netið af löngu færi, vel gert hjá drengnum. Hann var svo aftur á ferðinn á 90 mín þegar hann setti boltann í netið af stuttu færi. Ekkert svo þreyttur eftir allt. Niðurstaðan í kvöld góður 4-1 sigur á heimavelli og nú hljóta menn að fara að finna fnikinn af því að sigra leiki. Góður síðari hálfleikur og allt annað en það sem við höfum séð upp á síðkastið. Upp með hausinn drengir og mæta með kassan úti í næsta leik þá eru okkur allir vegir færir.
Næsti leikur er á Selfossi á fimmtudag sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email