Óðinn Þór Ríkharðsson einn efnilegasti hægri hornamaður landsins hefur skrifað undir tveggja ára samning við FRAM. Óðinn er 18 ára, hefur átt sæti í öllum yngri landsliðum Íslands og var valinn í landslið Íslands U-19 sem mun verða á fullu í sumar. Óðinn Þór var valinn í afrekshóp HSÍ á dögunum og á örugglega eftir að falla vel inn í ungt lið FRAM. Við FRAMarar bjóðu Óðinn velkominn í hópinn.
ÁFRAM FRAM