fbpx
Guðrún Jenný vefur

Guðrún Jenný framlengir samning sinn við FRAM

Guðrún JennýHandknattleiksdeild FRAM og Guðrún Jenný Sigurðardóttir hafa endurnýjað samning sín á milli um að Guðrún Jenný leiki áfram með FRAM.  Samningur hennar og FRAM er til tveggja ára. Guðrún Jenný er fædd árið 1996 og verður því 19 ára á þessu ári. Guðrún Jenný er línumaður og er uppalin hjá FRAM hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu og hefur leikið stórt hlutverk í yngri flokkum FRAM undanfarin ár. Guðrún Jenný hefur átt sæti í yngri landsliðum Íslands undanfarin ár. Guðrún Jenný meiddist illa veturinn 2013 – 2014 og hefur síðasta ár farið að stórum hluta í endurhæfingu hjá henni.  Hún er nú hins vegar komin á fullt og verður væntanlega á fullu með meistaraflokki FRAM næsta vetur.
Það er ánægjuefni fyrir Handknattleiksdeild FRAM að tilkynna að Guðrún Jenný verði áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin og væntum við mikils af henni í framtíðinni.

 

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!