fbpx

Íris Kristín framlengir samning sinn við FRAM

Iris fínHandknattleiksdeild FRAM og Íris Kristín Smith hafa endurnýjað samning sín á milli um að Íris Kristín leiki áfram með FRAM.  Samningur hennar og FRAM er til tveggja ára. Íris Kristín er fædd árið 1994 og verður því 21 árs á þessu ári.
Íris Kristín er vinstri hornamaður og er uppalin hjá FRAM hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu.  Þó að hún leiki í vinstra horni þá getur hún einnig leyst af í hægra horni. Íris Kristín var í leikmannahópi FRAM í 17 leikjum af 22 leikjum í OLÍS deildinni síðast liðinn vetur og skoraði í þeim 6 mörk.
Það er sérstakt ánægjuefni fyrir Handknattleiksdeild FRAM að tilkynna að Íris Kristín verði áfram í herbúðum félagsins næstu tvö árin og væntum við mikils af henni í framtíðinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0