fbpx
FRAM - FH vefur

Tap í Grindavík

Mfl.kv. Vikingur ÓÞað var boðið upp á gott knattspyrnu veður í Grindavík í kvöld þegar við FRAMarar mættum á svæðið. Völlurinn í Grindavík góður og allar aðstæður hinar bestu í þessum mikla íþróttabæ.
Það dugði okkur hinsvegar ekki í kvöld.
Við byrjuðum leikinn frekar illa og náðum ekki okkar besta leik, það var pínu eins og við hefðum ekki trú á því sem við ætluðum svo sannarlega að gera.  Það þurfti að gera nokkrar breytingar á liðinu fyrir leikinn í kvöld vegna meiðsla og það var eitthvað að trufla stelpurnar.  Það er skemmst frá því að segja að við fengum á okkur fjögur mörk í fyrri hálfleik og við áttum fá svör við góðum leik Grindavíkur. Staðan í hálfleik 4-0.
Við byrjuðum síðari hálfleik vel og það var góður kraftur í liðinu. Stelpurnar ætluðu greinilega að gefa allt í leikinn og rétta sinn hlut. Það gekk eftir og Guðrún Ólsen gerði gott mark, en svo gegn gangi leiksins fengum við á okkur klaufalegt mark og staðan 5-1.  Þá var eins og við gæfumst upp enda ljóst að það þyrfti kraftaverk til að vinna þennan mun upp.  Við fengum á okkur tvö mörk til viðbótar og lokatölur í kvöld 7-1 tap.  Frekar vond úrslit, við áttum ekki góðan leik, andstæðingurinn að spila vel en við börðumst alveg til loka, það er jákvætt.  Það þýðir ekkert að velta sér mikið upp úr þessu. Nú fáum við gott frí til að byggja aðeins upp, fá leikmenn tilbaka úr meiðslum og hrista liðið aðeins betur saman fyrir næsta leik, sem verður eftir tvær vikur.  Sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!