Það var boðið upp á dásamlegar aðstæður á Selfossi í kvöld, völlurinn glæsilegur, veðrið hlýtt og gott, sennilega flottasti fótboltavöllur á landinu. Algjörlega til fyrirmyndar hvernig þetta sveitarfélag stendur að öllum aðbúnaði fyrir sitt íþróttafólk. Það búa álíka margir á Selfossi og í Grafarholti/ Úlfarsárdal en aðstaðan er ansi ólík. Vel gert Árborg.
Leikurinn byrjaði fjörlega, jafnræði með liðunum en ekki nein teljandi færi litu dagsins ljós. Leikurinn róaðist svo aðeins, liðin að reyna að byggja upp sóknir án þessa að komast í nein góð færi. Eftir um 25 mín leik náðum við betri tökum á leiknum og sóknir okkur urðu smátt og smátt ákveðnari. En á 35 mín fengum við á okkur mark, dálítð súrt að fá þetta mark á sig. Við sóttum svo stíft eftir markið en náðum ekki að skora. Staðan í hálfleik 1-0.
Ég hafði góða tilfinningu fyrir síðari hálfleik, fannst eins strákarnir væru að ná tökum á þessum leik.
Fyrstu 15 mín hálfleiksins voru í jafnvægi, Selfoss betri ef eitthvað var. Við náðum svo að setja smá pressu á Selfoss en þá fengum við á okkur ódýrt víti á 70 mín og staðan orðin 2-0. Við ekki í góðum málum og andstæðingarnir mjög grimmir. Það sem eftir lifði leiks reyndum við að pressa andstæðinganna eins og við mögulega gátum. Það skila okkur því að við fengum víti á 89 mín, Magnús Már fór á punktinn og skoraði örugglega. Staðan 2-1 sem urðu lokatölur í kvöld, tap gegn spræku liði Selfoss.
Það er ljóst að við FRAMarar þurfum að gera betur, öll lið leggja mikið á sig til að vinna okkur og við þurfum að leggja hart að okkur á næstunni. Nýta tímann fram að næsta leik vel, við getum betur og þurfum að hafa trú á því að við getum það. Strákar þið getið allt sem þið viljið en það þarf að koma frá ykkur. Næsti leikur er gegn Þrótti á Laugardalsvelli, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM