Það var rjóma blíða í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar stelpurnar okkar fengu Hvítu Riddara stelpurnar í heimsókn. Framkvæmdir eru núna á fullu í dalnum og allir að keppast við að gera völlinn okkar löglegan fyrir næsta heimaleik mfl karla. Það lítur vel út með að það takist en á meðan er ekkert því til fyrirstöðu að stelpurnar leiki á vellinum. Algjörlega magnað, svo tala allir um jafnrétti og jafna stöðu kynjanna, hlægilegt en við höfum því miður lítið um þetta að segja. Völlurinn samt góður og gott að spila í Úlfarsárdalnum.
Leikurinn í kvöld var skemmtilegur, við með vel mannað lið margar stelpur að koma tilbaka eftir meiðsl og úr námi. Hópinn orðinn flottur, samkeppni ekki bara um að komast í liðið heldur að komast í hópinn. Við byrjuðum leikinn vel og settum mark strax á 6 mín en þar var að verki Lejla Cardaklija, Dagmar átti þá frábæra sendingu á Guðrúnu Ólsen sem þrumaði á marki, markvörðurinn varði vel en Lejla náði frákastinu og skoraði örugglega, frábær sókn hjá okkar konum. Við voru mun betri það sem eftir lifði hálfleiks en mörkin létu standa á sér og það var ekki fyrr en á 41 mín sem við náðum að bæta við mark en þar var að verki Dagmar Ýr. Staðan í hálfleik 2-0. Við mun betri í fyrri hálfleik.
Siðari hálfleikur byrjaði vel og við bættum við mörkum á færibandi. Guðrún Ólsen setti mark á 48 mín, Anna Marselíusar á 55 mín og Guðrún aftur á 58 mín. Staðan 5-0 og ljóst í hvað stefndi. Margrét Sveinsd bætti við marki á 72 mín, Margrét Regína á 75 og Bryndís Rún kóronaði góða frammistöðu liðsins í kvöld með marki á 88 mín. Lokatölur í kvöld 8-0 sigur FRAM. Liðið okkar var að spila vel í kvöld, mótstaðan var kannski ekki mikil en við gerðum vel að halda áfram allan leikinn sem skilaði góðum sigri í kvöld. Vel gert stelpur.
Næsti leikur í á Bessastöðum eftir viku, gegn liði Álftanes, sjáumst í kaffi hjá Óla.
ÁFRAM FRAM