fbpx
Mfl.ka

Góður sigur á Ísafirði

Maggi LuÞað var 17 stiga hiti og sól á Ísafirði í dag þegar strákarnir okkar mættu á svæðið i dag. Hver hefði trúað þvi, völlurinn allur að koma til en á eftir að verða betri. Fyrri hálfleikur var barátta og ljóst að hvorugt liðið ætlað gefa neitt eftir. Staðan i hálfleik 0-0. Síðari hálfleikur var líflegur og gerð var krafa um víti á báða bóga en ekkert dæmt fyrr en á 54 min þegar við fengum víti eftir brotið var á Orra Gunnars innan teigs. Maggi Lú skoraði örugglega úr vítinu og staðan 0-1. Eftir þetta skiptust liðin a að sækja og á 68 min skoruðu heimamenn 1-1. Við gerðum svo sigur markið á 84 min þegar Ingibergur stangaði knöttinn i netið eftir hornspyrnu. Lokatölur 1-2, gríðarlega góður sigur á erfiðum útivelli.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!