fbpx
Mfl.ka

Góður sigur á Ísafirði

Maggi LuÞað var 17 stiga hiti og sól á Ísafirði í dag þegar strákarnir okkar mættu á svæðið i dag. Hver hefði trúað þvi, völlurinn allur að koma til en á eftir að verða betri. Fyrri hálfleikur var barátta og ljóst að hvorugt liðið ætlað gefa neitt eftir. Staðan i hálfleik 0-0. Síðari hálfleikur var líflegur og gerð var krafa um víti á báða bóga en ekkert dæmt fyrr en á 54 min þegar við fengum víti eftir brotið var á Orra Gunnars innan teigs. Maggi Lú skoraði örugglega úr vítinu og staðan 0-1. Eftir þetta skiptust liðin a að sækja og á 68 min skoruðu heimamenn 1-1. Við gerðum svo sigur markið á 84 min þegar Ingibergur stangaði knöttinn i netið eftir hornspyrnu. Lokatölur 1-2, gríðarlega góður sigur á erfiðum útivelli.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email