Knattspyrnufélagið Fram sendi 7 lið og 36 stelpur til þátttöku á Króksmót Landsbankans og Tindastóls. Aðstæður og mótið sjálf var til fyrirmyndar, veðrið lék við þátttakendur og foreldra. Leikar hófust á laugardagsmorgninum leikið var í fjórum styrkleikaflokkum í 6.flokki og fimm í 7.flokki.
Fram tefldi fram liðum í öllum styrkleikaflokkum í 6.flokki og A B og E liði í 7.flokki árangurinn var mjög góður hjá öllum okkar liðum og náðum við gullverðlaunum í 7.flokki E-liða og silfur í 6.flokki B-liða. Allir þátttakendur og foreldrar skemmtu sér vel.
Gaman var að fylgjast með því hvað foreldrahópurinn var samhentur og þangað kominn til að gera þessa helgi ógleymanlega fyrir stelpurnar sínar. Skipulag hópsins var til og framkoma var félaginu til sóma í alla staði. Mikið álag er á þjálfara og liðstjóra á svona mótum. Foreldraráðin, þjálfarar og aðrir sem koma skipulagi þessarar ferðar eiga miklar þakkir skildar. Félagið sjálft er ekkert án foreldra og allra þeirra sem koma að starfinu. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að taka þátt í starfi félagsins.
P.s hér er fullt af myndum frá mótinu, endilega njótið.
https://www.flickr.com/photos/99255499@N07/sets/72157654791832418
Áfram FRAM.