Stelpurnar okkar mættu ferskar á Bessastaðavöll í kvöld, enda ekki annað hægt þegar leikið er í svona fögru umhverfi. Frábært veður og ekkert því til fyrirstöðu að spila góðan fótboltaleik.
Þetta var hörkuleikur liðin á svipuðum stað í deildinni, mikilvægt að vinna leikinn, slíta sig þar með aðeins frá miðjunni og færa sig nær toppnum.
Fyrri háfleikur var fjörugur þó ekki væri mikið um færi. Við settum mark á 34 mín þegar Guðrún Ólsen skoraði eftir góða sókn, 0-1. Það sem eftir lifði háfleiks var barist um alla bolta og töluvert fjör í leiknum. Staðan í hálfleik 0-1.
Síðari hálfeikur var ljómandi góður af okkar hálfu, gáfum ekki mikil færi á okkur, náðum að vísu ekki að bæta við marki/mörkum en náðum að sigla mjög sterkum útisigri í höfn. Kannski ekki skemmtilegasti fótboltaleikur sem við höfum séð en frábær úrslit á erfiðum útivelli og 3 stig í húsi. Lokatölur í 0-1 sigur. Sigurinn var mjög mikilvægur og færir okkur upp í 3 sætið í deildinni með 12 stig. Næsti leikur er líka á erfiðum útivelli en þá mætum við Víkingum frá Ólafsvík. Tilvalið fyrir þá sem eru í fríi í næstu viku að skoða nesið aðeins því við FRAMarar munum leika þar tvo leiki í næstu viku. Strákarnir leika við Víking á þriðjudag og stelpurnar á miðvikudag.
Sjáumst á nesinu.
ÁFRAM FRAM