fbpx
FRAM liðið mai 2015 vefur

Sterkur útisigur á Álftanesi

kvStelpurnar okkar mættu ferskar á Bessastaðavöll í kvöld, enda ekki annað hægt þegar leikið er í svona fögru umhverfi.  Frábært veður og ekkert því til fyrirstöðu að spila góðan fótboltaleik.
Þetta var hörkuleikur liðin á svipuðum stað í deildinni, mikilvægt að vinna leikinn, slíta sig þar með aðeins frá miðjunni og færa sig nær toppnum.
Fyrri háfleikur var fjörugur þó ekki væri mikið um færi. Við settum mark á 34 mín þegar Guðrún Ólsen skoraði eftir góða sókn, 0-1.  Það sem eftir lifði háfleiks var barist um alla bolta og töluvert fjör í leiknum. Staðan í hálfleik 0-1.
Síðari hálfeikur var ljómandi góður af okkar hálfu, gáfum ekki mikil færi á okkur, náðum að vísu ekki að bæta við marki/mörkum en náðum að sigla mjög sterkum útisigri í höfn.  Kannski ekki skemmtilegasti fótboltaleikur sem við höfum séð en frábær úrslit á erfiðum útivelli og 3 stig í húsi.  Lokatölur í 0-1 sigur.   Sigurinn var mjög mikilvægur og færir okkur upp í 3 sætið í deildinni með 12 stig. Næsti leikur er líka á erfiðum útivelli en þá mætum við Víkingum frá Ólafsvík.  Tilvalið fyrir þá sem eru í fríi í næstu viku að skoða nesið aðeins því við FRAMarar munum leika þar tvo leiki í næstu viku.  Strákarnir leika við Víking á þriðjudag og stelpurnar á miðvikudag.
Sjáumst á nesinu.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!