Það var dásamlegt að koma í Úlfarsárdalinn í kvöld, dalurinn hreinlega iðaði af lífi. Fólkið streymdi að úr öllum áttum og það var létt yfir fólki. Nýja aðstaðan flott, þó enn eigi eftir að klára hana fullkomlega, verður enn betra næst. Veðrið lék við okkur logn í Úlfagryfjunni en gekk á með smá skúrum, fullkomið fótbolta veður.
Leikurinn byrjaði ekki nógu vel hjá okkar mönnum HK pressaði á okkur og við ekki alveg tilbúnir að mér fannst. Við fengum á okkur mark á 6 mín eftir algjöran sauðshátt í varnarleiknum og okkur refsað grimmilega. Eftir markið var eins og við tækju við okkur og fengum þó nokkur færi til að jafna leikinn en það heppnaðist því miður ekki. Við vorum hreinlega miklu betir í fyrri hálfleik en það telur því miður ekki. Staðan í hálfleik 0-1.
Við byrjum síðari hálfleikinn vel og höfðu góð tök á leiknum, fengum góð færi en inn vildi tuðran ekki, vantaði kannski smá yfirvegun í okkar leik. Það var smá hiti í leiknum á kafla og það endaði með því að Eyþór Helgi nældi sér í rautt spjald á 57 mín, það er eitthvað sem menn eiga ekki að leggja í vana sinn að gera. Þetta gerði okkur erfitt fyrir í framhaldinu en við héldum samt áfram að sækja og voru betri 10 á móti 11. Við fengum nokkur ágætis færi en náðum ekki að nýta þau fyrr en á 73 mín þegar Brynjar Ben skoraði með góðu skoti. Eftir markið áttum við svo skot í slá og vorum líklegir til að skora en það gekk hreinlega ekki. Síðan var eins og það drægi aðeins af okkar mönnum og við hleyptum HK aðeins inn í leikinn síðustu 5-10 mín. leiksins. Það endaði þannig að HK missti leikmann af velli á 90 mín og svo náðu þeir að setja mark á 95 mín eftir góða sókn. Lokatölur í Úlfagryfjunni 1-2 tap. Það var hrikalega súrt að tapa þessum leik, við áttum mörg ágæt færi og skot sem höfnuðu í tréverkinu. Það var góð barátta í liðinu og allir að leggja sig vel fram. En svona er boltinn stundum. Það var vel mætt í dalinn í kvöld rúmlega 500 manns mættu og fyrir það ber að þakka, vel gert FRAMarar. HK færði okkur flottan skjöld fyrir leikinn og þökkum við FRAMarar fyrir það. Þessi heimavöllur á bara eftir að verða betri og spennandi að fylgjast með liðinum á þessum velli. Við FRAMarar vorum flottir í kvöld.
Næsti leikur er í Ólafsvík á þriðjudag, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM