fbpx
3.fl.ka. allir

3. fl.karla sigraði á Barcelona summer cup

eldri3. ka. yngriStrákarnir okkar í 3. fl. karla hafa síðast liðna viku dvalið við æfingar og keppni suður á Spáni.  Strákarnir hafa síðustu daga keppt á móti sem haldið er á svæðinu „Barcelona summer cup“.  Þar sendum við tvö lið til keppni yngra og eldra lið. Í eldra liðinu eru drengir fæddir 1999 og í því yngra drengir fæddir 2000.  Leikið var í tveimur 6 liða riðlum og spilað nokkuð stíft 2-3 leikir á dag þegar mest lét.  Strákarnir stóðu sig mjög vel og eldra liði vann alla leiki sína í riðlinum og yngra liði endaði í öðru sæti í sínum riðli eftir mikla baráttu.  Liðin léku svo í undanúrslitum og unnu bæði sína leiki.  Í úrslitaleikjunum var eins og gefur að skilja mikil spenna og strákarnir löguð allt sem þeir áttu í þá leiki.  Eldra liðið lék gegn liði fá Bretlandi FC Bray og endaði leikurinn 2-2 eftir venjulegan leiktíma, því þurftu strákarnir að fara í vítaspyrnukeppni, þar höfðum við betur og sigur á mótinu staðreynd.  Yngra liði lék til úrslita gegn liði frá Canada, North York Cosmos og það er skemmst frá því að segja að okkar drengir sigruðu í leiknum 3-2 og sigur á mótinu staðreynd.  Strákarnir voru hrikalega flottir í þessu móti og voru að spila vel.  Helgi Guðjónsson varð markakóngur mótsins setti 15 mörk sem verður að teljast ansi gott.  Strákarnir og allir á staðnum eru alsælir með ferðina, búið að bralla margt en núna er hópurinn á heimleið. Þeir sem vilja skoða meira um móti geta kíkt á þessa slóð http://www.barcelonasummercup.com/results
Eins er fullt af myndum og umfjöllun um leiki á facebook síðu hópsins „3. flokkur Fram  karla 2014-2015“
Til hamingju strákar, þið eruð flottastir.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!