Landslið Íslands U-19 sigraði um helgina á Opna Evrópumeistaramótinu sem haldið var í Gautaborg en mótið er spilað samhliða Partille-cup sem margir FRAMarar þekkja. Við FRAMarar áttum tvo fulltrúa í landsliðhópi Íslands en það voru þeir Arnar Freyr Arnarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Strákarnir spiluð vel á mótinu, Arnar Freyr var svo að mótinu loknu valinn í úrvalslið mótisins, en Arnar Freyr sem leikur sem línumaður þótti leika sérlega vel bæði í vörn og sókn. Óðinn Þór stóð sig einnig vel á mótinu og sett ein 16 mörk. Mótið í Svíþjóð er undirbúnigur fyrir lokamót HM í þessum aldursflokki en landslið Íslands mun taka þátt í því móti sem verður haldið í Rússlandi síðar í sumar. Það verður því spennandi að fylgjast með okkar mönnum á því móti.
Til hamingju strákar og gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM