fbpx
FRAM liðið mai 2015 vefur

Naumt tap gegn Ólafsvík

Mfl.kv. Vikingur ÓÞað var aftur ljómandi fótbolta veður á nesinu þegar  FRAM stelpurnar  mættu á svæðið aðeins degi á eftir strákunum. Völlurinn skartaði sínu fegursta og sá ekki á honum eftir leikinn í gær.
Leikurinn í gær einkenndist af baráttu og greinilegt að liðin eru mjög áþekk að getu. Liðin léku bæði til sigurs en þó var ákveðin varfærni í okkar leik. Við sóttum samt  töluvert í fyrri hálfleik en náðum ekki að setja mark, 0-0 í hálfleik.
Síðari hálfleikur var betri af okkar hálfu og hefðum átt að setja mark en fengum í staðinn á okkur mark á 67 mín.  Við reyndum hvað við gátum að jafna leikinn og hefðum átt að fá meira fyrir okkar snúð en lokatölur 1-0, tap.
Það var  súrt að tapa þessum leik en mörkin telja. Næsti leikur er á miðvikudag gegn Fjölni á grasi í Safamýrinni. Sjáumst á miðvikudag.

ÁFRAM FRAM

P.s Þið afsakið hvað þetta kemur seint inn en fréttaritari var á þvælingi og komst ekki í samband við netið.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!