Í hálfleika á morgun laugardag munu drengir úr 3 og 4 fl.karla mæta á svæðið og taka við verðlaunum sínum fyrir Reykjavíkurmótið í knattspyrnu. Mótinu lauk í maí en dregist hefur að veita drengjum þessar viðurkenningar en nú á að bæta úr því. 3 flokkur karla varð Reykjavíkurmeistari í A og C liðum og B liðið tók silfur. Sama lið sigraði á móti á Spáni fyrr í mánuðinum en flokkurinn sendi tvö lið á mótið og sigraði bæði í flokki drengja fæddum 1999 og 2000. Einnig munu strákar úr 4 fl. taka við verðlaunum fyrir frammistöðu sína á Reykjavíkurmótinu sem var góð, þótt ekki kæmu bikarar í hús. Við hvetjum alla FRAMarar að mæta á FRAM – Grindavík á morgum sem verður í “Úlfagrifjunni” í Úlfarsárdal kl. 14:00 og taka svo vel á móti strákunum í hálfleik þegar verðlaunin verða veitt. Sjáumst á morgun.
ÁFRAM FRAM