fbpx
FRAM - Grindavík 034

FRAM – Grindavík, jafnt á heimavelli

FRAM - Grindavík 033Það var flott mæting í Úlfarsárdalnum í dag þegar við mættum Grindavík, nánast logn í dalnum og umgjörð leiksins alltaf að lagast.  Gaman að sjá svona marga FRAMara á vellinum en hefðu mátt mæta fyrr.
Leikurinn byrjaði ekki nógu vel hjá okkar mönnum, við áttum í vök að verjast án þess þó að veruleg hætta skapaðist, samt pínu óþægilegt hvað við vorum opnir vinstra meginn á vellinum.  Við áttum samt skyndisóknir og leikurinn jafnaðist þegar á hálfleikinn leið.  Á 34 mín náðum við góðri sókn sem endaði með marki frá Brynjar Ben eftir flotta sendingu frá Sebastien. Eftir markið héldum við sjó og náðum að þétta vörnina. Staðan í hálfleik 1-0.
Síðari hálfleikur var bara fjörugur og við líklegir til að bæta við marki.  Við áttu að fá víti á 54 mín. þegar brotið var á Alexander innan teigs, mjög augljóslega fyrir innan en dómari leikisins færði brotið út fyrir, mjög sérstakt svo ekki sé meira sagt.  Við áttum síðan gott skot úr aukapyrnunni en naumlega fram hjá, ágæt útfærsla.  Eftir þetta áhlaup okkar jafnaðist leikurinn og við ekki nógu hreyfanlegir að mér finnst, menn verða að vilja fá boltann. Getum bætt okkur verulega þar.  Við hefðum kannski átt að fá víti á 70 mín þegar markvörður Grindavíkur sló Tryggva niður. Það er bara aldrei dæmt á svona og markmenn virðast geta tekið mennina niður eins og þeir vilja. Við fengum svo nokkrar góðar sóknir eftir þetta en hefðum þurft að sýna meiri gæði til að klára þær.  Við fengum svo á okkur jöfnunarmark 86 mín. staðan 1-1.  Orri Gunnars fékk svo dauðafæri á 88 mín en lét verja hjá sér og Eyþór gott færi mjög fljótlega á eftir, grátlegt að klára þetta ekki.   Lokatölur í dag 1-1.  Kannski voru þetta sanngjörn úrslit, Cody varði vel nokkrum sinnum í leiknum en við fengum sannarlega færin til að klára þennan leik sjálfir.  Strákarnir lögðu sig fram í leiknum en þurfa að vera frískari fram á við og það vantaði á köflum meiri hreyfinu á liðið.  Getum klárlega bætt  það, næsti leikur er á heimavelli eftir slétta viku kl. 16:00 gegn KA, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0