fbpx
FRAM - Fjönir mfl.kv 023

Flottur sigur á Fjölni í kvöld

FRAM - Fjönir mfl.kv 020í sláÞað frábært veður í Úlfarsárdalnum í kvöld, nánast logn, hlýtt og sól, gerist ekki betra.  Það var bara slæðingur af fólki, flott umgjörð um leikinn og eðlilega öllu til tjaldað.  Frábært að spila í Úlfagryfjunni í kvöld.
Það var boðið upp á hörkuleik í kvöld og ljóst að bæði liðin ætluðu sér sigur, barist um alla bolta í byrjun og vel tekið á.  Við voru sprækari til að byrja með og á 20 mín setti Anna Marzelíusardóttir glæsilegt mark með góðu skoti í blá hornið, óverjandi,  1-0.  Það var eins og við sofnuðum aðeins eftir markið og hleyptum Fjölnisstúlkum inn í leikinn, þær gengu strax á lagið og jöfnuðu leikinn á 27 mín.  Eftir markið lá helst til  mikið á okkar stúlkum og við ekki að ná nægum tökum á leiknum.  Staðan í hálfleik 1-1.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel, settum mikla pressu hátt á völlinn og gáfum engan frið.  Þannig náðum við tökum á leiknum, vorum mun betri án þess þó að skapa nein góð færi en vorum alltaf ógnandi.  Jóna Ólafsdóttir setti svo mark á 69 mín en hún hafði komið inn á stuttu áður og lofaði okkur því að setja mark, við það stóð stelpan.  Jóna skoraði af stuttu færi eftir að Margrét Sveins setti  boltann í slá. Staðan 2-1.  Gott mark og vel að því staðið.  Eftir markið vorum við líklegar til að bæta við en það tókst ekki og lokatölur í kvöld 2-1 sigur.  Þetta var hörkuleikur og vel tekið á því, allir að leggja sig fram en hefðum stundum getað haldið boltanum betur innan liðsins, það getum við bætt í okkar leik.
Flottur sigur stelpur og algjörlega verðskuldaður. Næsti leikur er á miðvikudag í Kaplakrika, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!