fbpx
Símamótið 2015 1 vefur

Glæsilegu Símamóti lauk um helgina

Símamótið 2015 Flottar á símamóti.Fram sendi 7 lið undir merkjum Fram og 4 lið undir merkjum Fram og Aftureldingar.  Keppendur voru samtals því um 70 sem tóku þátt í þessu glæsilega móti sem fór fram á svæði UBK í Kópavogi um helgina.  Metfjöldi tók þátt í mótinu eða um 2000 stelpur í 7. 6. og 5. flokki taka þátt.  Mótið hófst með setningarathöfn á fimmtudeginum og svo hófust leikar á föstudeginum þar sem leikið var í forkeppni og liðunum svo raðað í styrkleikaflokka eftir árangri.  Á laugardegi var leikið í riðlum og á sunnudeginum var keppt til úrslita.  Á laugardeginum var haldin grillveisla fyrir keppendur og leikur landsliðsins og pressuliðsins fór fram.  Fulltrúi Fram að þessu sinni var hin unga og efnilega Aníta Ýr Þorvaldsdóttir og var hún félaginu til sóma.  Um kvöldið var svo kvöldvaka þar sem komu meðal annars fram BMX flokkurinn og Ingó Veðurguð.  En það má með sanni segja að hann hafi verið okkur hliðholur þessa helgina því mest allan tíman var glampandi sól og steikjandi hiti.  Það gerist varla betra hér á landi. Mikil gleði var hjá stelpunum og foreldrunum alla helgina og skemmtu allir sér mjög vel.  Að sjálfsögðu var hinn margrómaði Fram-bíll á svæðinu þar sem börn, foreldra og systkini gátu fengið sér í kaffi og með því milli leikja.  En sá háttur er hafður á að foreldrar koma með veitingar í bílinn og skipta flokkarnir með sér dögunum.   Fram nældi sér í nokkur verðlaun á mótinu sem er þó ekki stærsta málið heldur er það gleðin og samveran sem skiptir máli.   Við hvetjum áhugasamt fólk til að koma að barna og unglingastarfi félagsins sem fer ört stækkandi.

Áfram Fram.

P.s fullt af myndum til að skoða á https://www.flickr.com/photos/99255499@N07/sets/72157655989146192

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!