fbpx
Góð vefur

Tap gegn FH í Kaplakrika

Guðrún ÓÞað var ljómandi fótboltaveður og vallaraðstæður góðar þegar við mættum FH í sannkölluðum toppleik í Kaplakrika í kvöld. Stelpurnar með jafn mörg stig og FH, liðin í 2-3 sæti.  Það var því mikilvægt að ná góðum úrslitum úr þessum erfiða útileik.
Eins og oft áður byrjuðum við leikinn vel en fengum samt á okkur mark á 12 mín. sem var dálítð erfitt að sætta sig við.  Andstæðingarnir með gott lið en við höfðum í fullu tré við þær hafnfirsku. Við börðumst eins og ljón það sem eftir lifði hálfleiks en allt kom fyrir ekki, staðan í hálfleik 1-0.
Við mættu vel stemmdar til síðari hálfleiks en eins og í þeim fyrri skilaði það okkur ekki marki heldur fengum við á okkur mark á 63 mín. staðan orðin 2-0.   Það var því ekkert annað að gera en að blása til sóknar og láta reyna á andstæðinginn til þrautar. Við fengum vissulega færin en náðum ekki að nýta þau og undir blá lokinn eða 93 mín. fengum við á okkur mark, lokatölur í kvöld 3-0 tap.  Það þýðir ekkert að svekkja sig yfir þessum úrslitum, við stóðum okkur vel í þessum leik og þurfum að halda áfram að byggja ofan á það sem við höfum verið að sýna í síðustu leikjum.  Næsti leikur er á heimavelli gegn toppliði Grindavíkur,  það verður hörkuleikur í Úlfargryfjunni, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!