fbpx
Tryggvi skorar

Svekkjandi tap á heimavelli

IMG_2747Enn var boðið upp á frábært fótboltaveður í Úlfarsárdalnum í dag þegar við fengum Þór í heimsókn.  Veit ekki hvað menn eru alltaf að tala um að það sé rok í Úlfarsárdal.
Það voru gerða breytingar á liðinu frá síðasta leik, Maggi Lú og Alexander í banni og því fengu nýjir leikmenn tækifæri. Indrið Þorláksson, Sigurður Snorrason og Davíð Einarsson komu inn í liðið en þeir bættust í hópinn á dögunum.
Leikurinn í dag byrjaði dálítið eins og undanfarnir leikir við alls ekki nægjanlega klárir í slaginn, það er eitthvað sem vantar upp á einbeitingu leikmanna ?  Við fengum á okkur mark á 10 mín. og svo annað á 22 mín. úr vítaspyrnu.  Við búnir að koma okkur í mjög erfiða stöðu á heimavelli þrátt fyrir að vera heldur meira með boltann og ekki að spila illa.   Við náðum bara að skapa sáralítið í fyrri hálfleik,  vorum samt meira með boltann. Staðan í hálfleik 0-2.
Siðar hálfleikur hefur verið okkar hluti leikisins, eins og þá séum við klárir í slaginn. Það var reyndin í dag, við mættum miklu grimmari til leiks og greinilegt að leikmenn ætluðu sér að gera betur. Við settum gott mark á 60 mín þegar Sigurður Snorrason smellti boltanum í netið eftir undirbúning frá Tryggva.  Við héldum áfram að stjórna leiknum, hefðum átt að fá víti á 65 mín. en ekkert dæmt. Á 78 mín. sendi Atli Fannar boltann í netið hjá Þór eftir að Orri átti skot í stöng. Atli Fannar kom inn í hálfleik fyrir Brynjar Ben en drengurinn kom til liðs við okkur frá Víking núna í glugganum. Staðan 2-2 og við líklegir. Við fengum færi til að klára þenna leik en því miður gekk það ekki.  Þórsarar náðu að setja á okkur mark á 93 mín. og lokatölur í dag 2-3 tap á heimavelli, algjörlega hrikalegt.  Veit ekki hvað er hægt að segja en hrikalega svekkandi að tapa þessum leik eftir að hafa snúið honum okkur í hag. Dómari leiksins fær ekkert jákvætt fá okkur fyrir sína frammistöðu það er ljóst, en við verðum svo sem að klára þetta sjálfir.   Næsti leikur er á Eskjuvelli á miðvikudag, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email