fbpx
basti vefur

Jafnt á Eskjuvelli í kvöld

IMG_2747Það var boðið upp á blíðskapar fótboltaveður á Eskifirði í dag þegar við FRAMarar mættum á svæðið, virkilega flott vallarstæði og dásamleg fjallasýn í allar áttir.  Völlurinn samt bara þokkalegur.
Við byrjuðum leikinn vel í kvöld þó hann færi rólega afstað, við náðum að setja gott mark strax á 8 mín.  þegar Indriði Áki gerði snyrtilegt mark eftir klafs í teignum.  Mjög vel afgreitt hjá drengnum.  Eftir markið tókum við öll völd á vellinum, Tryggvi fékk dauðafæri á 18 mín. og á 31 mín. þurfti einn leikmaður Fjarðabyggðar að yfirgefa völlinn með rautt spjald eftir ljóta tæklingu á Gunnari Helga.  Frekar ljót brot og Gunnar þurfti að yfirgefa völlinn á 41 mín.  En á 37 mín.  settum við annað mark og þar var að verki Atli Fannar eftir góða sendingu frá Orra.  Mjög vel gert hjá Atla og hans annað mark í tveimur leikum fyrir okkur sem veit vonandi á gott. Við fengum svo á okkur mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir aukaspyrnu. Frekar vont að fá þetta mark á sig svona undir lokinn, staðan í hálfleik 1-2.
Við mun betri í fyrri hálfleik því var spennandi að sjá hvað við myndum gera í þeim síðar.
Við byrjuðum síðari hálfleik af krafti og settum mark strax eftir um 30 sek.  eða á 46 mín. Þar var að verki Ernir Bjarnason en hann kom inn á fyrir Gunnar Helga.  Eftir markið færðist ró yfir leikinn og ekki mikið að gerast, við meira með boltann og stjórnuðum leiknum algjörlega.  Við gerðum mark á 66 mín. en það var dæmt af, Ingibergur eitthvað ólöglegur ?  Orri Gunn fékk gott færi á 74 mín. en skot hans framhjá, drengurinn þarf að fara að skora úr þessum færum. En síðan gerðist eitthvað við fengum á okkur mark á 77 mín. og svo aftur á 83. mín.  Við misstum tökin á leiknum og skelfilegt að sjá þetta, en svona er boltinn og lokatölur í kvöld jafntefli 3-3.  Við vorum með þennan leik í okkar höndum, einu fleiri í 60 mín. en náðum ekki að klára verkefnið.   Fengum færi til að klára leikinn en það gekk bara ekki. Næsti leikur er á heimavelli 7 ágúst sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0