Það var boðið upp á blíðskapar fótboltaveður á Eskifirði í dag þegar við FRAMarar mættum á svæðið, virkilega flott vallarstæði og dásamleg fjallasýn í allar áttir. Völlurinn samt bara þokkalegur.
Við byrjuðum leikinn vel í kvöld þó hann færi rólega afstað, við náðum að setja gott mark strax á 8 mín. þegar Indriði Áki gerði snyrtilegt mark eftir klafs í teignum. Mjög vel afgreitt hjá drengnum. Eftir markið tókum við öll völd á vellinum, Tryggvi fékk dauðafæri á 18 mín. og á 31 mín. þurfti einn leikmaður Fjarðabyggðar að yfirgefa völlinn með rautt spjald eftir ljóta tæklingu á Gunnari Helga. Frekar ljót brot og Gunnar þurfti að yfirgefa völlinn á 41 mín. En á 37 mín. settum við annað mark og þar var að verki Atli Fannar eftir góða sendingu frá Orra. Mjög vel gert hjá Atla og hans annað mark í tveimur leikum fyrir okkur sem veit vonandi á gott. Við fengum svo á okkur mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir aukaspyrnu. Frekar vont að fá þetta mark á sig svona undir lokinn, staðan í hálfleik 1-2.
Við mun betri í fyrri hálfleik því var spennandi að sjá hvað við myndum gera í þeim síðar.
Við byrjuðum síðari hálfleik af krafti og settum mark strax eftir um 30 sek. eða á 46 mín. Þar var að verki Ernir Bjarnason en hann kom inn á fyrir Gunnar Helga. Eftir markið færðist ró yfir leikinn og ekki mikið að gerast, við meira með boltann og stjórnuðum leiknum algjörlega. Við gerðum mark á 66 mín. en það var dæmt af, Ingibergur eitthvað ólöglegur ? Orri Gunn fékk gott færi á 74 mín. en skot hans framhjá, drengurinn þarf að fara að skora úr þessum færum. En síðan gerðist eitthvað við fengum á okkur mark á 77 mín. og svo aftur á 83. mín. Við misstum tökin á leiknum og skelfilegt að sjá þetta, en svona er boltinn og lokatölur í kvöld jafntefli 3-3. Við vorum með þennan leik í okkar höndum, einu fleiri í 60 mín. en náðum ekki að klára verkefnið. Fengum færi til að klára leikinn en það gekk bara ekki. Næsti leikur er á heimavelli 7 ágúst sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM