fbpx
IMG_2722

Jafnt í leik FRAM og Grindavíkur í kvöld

IMG_2730Þetta tekur engan enda,  það er bara blíða í Úlfargryfjunni leik eftir leik, eitthvað sem við FRAMarar eigum eftir að venjast. Búið að vökva völlinn og allir klárir í slaginn þegar við mættum toppliði Grindavíkur. Hefðum samt mátt vera fleiri sem mættum á þetta flotta leik ! Stelpurnar eiga það skilið !
Stelpurnar mættum mjög vel stemmdar til leiks í kvöld, eins og undanfarna leiki, það hefur verið gott gengi á liðinu og mér finnst eins og liðið sé að verða þéttara og samstilltara.  Við erum að verða betra lið,  það er klárt.   Við byrðjuðum leikinn vel í  kvöld allir leikmenn að skila góðri vinnu sem skilaði góðu marki á 21 mín. þegar Lejla Cardaklija þrumaði knettinum í netið eftir góða sókn. Flott mark hjá okkar stúlkum.  Grindjánur náðu svo að jafna stuttu seinna eða á 30 mín. eftir góða sókn en pínu klaufalegt af okkar hálfu, staðan í hálfleik 1-1.
Það var boðið upp á hörkuleik í síðari hálfleik, bæði liðin reyndu að sækja sigur en ekkert mark var skorað og því urðu lokatölur í kvöld 1-1. Leikurinn var skemmtilegur og sennilega hefðu þau bæði verðskuldað sigur en jafntefli var niðurstaðan.  Við hefðum þurft að ná sigri í þessum leik til að blanda okkur sterkara í toppbaráttuna en núna er bara að horfa á næstu leiki og klára þá með sóma. Við eigum enn góðan séns á því að komast í úrslitakeppnina en til þess þurfum við að kára okkar leiki.  Næsti leikur er ekki fyrr en í ágúst sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!