fbpx

Flottur FRAM sigur á Haukum í kvöld

IMG_2747Það var enn og aftur rjómablíða í Úlfarsárdalnum þegar við fengum Hauka í heimsókn.  Leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir okkur FRAMara og því spennandi að fylgjast með því hvernig okkar menn myndu mæta til leiks.
Það verður að segjast að það fylgdi því góð tilfinning að sjá fyrstu 10 mín. leiksins, okkar menn virtust klárir í þennan leik og greinilegt að leikmenn ætluðu að leggja sig fram.  Leikurinn byrjaði sem sé fjörlega, við sterkari, gáfum fá færi á okkur sem er gott og vorum ógnandi í okkar aðgerðum.  Á 27 mín. gerðum við gott mark, Indriði Áki setti  þá knöttinn í netið eftir flottan samleik Atla og Basta.
Við tókum völdin eftir markið og áttum nokkur færi  fram að hálfleik en ekkert meira skorað. Staðan í hálfleik 1-0.  Enn einn skandallinn á 44 mín. þegar Atli Fannar var að sleppa í gegn og var greinilega togaður niður, þarna hefði mátt dæma að mínu mati. Magnað hvað þessir dómarar eru huglausir.
Síðari hálfleikur byrjaði með góðri sókn en eftir það róaðist leikurinn, við frekar rólegir í tíðinni. Á 63 mín. fengum við hættulega sókn en henni var hrundið í horn, upp úr hornspyrnunni gerði Atli Fannar gott mark eftir skalla frá Basta. Gott mark hjá Atla Fannari og staðan 2-0. Eftir markið héldum við sjó, gáfum enginn teljandi færi á okkur, áttum ágætar tilraunir en vildum fá annað rautt þegar okkar maður var við það að sleppa í gegn en ekkert dæmt frekar en venjulega. Það var góð barátta í okkar mönnum, greinilegt að núna ætluðu menn að standa í lappirnar og létu finna fyrir sér út um allan völl.  Við gerðum svo út um leikinn á 86 mín. þegar Indriði Áki sendi flott sendingu inn fyrir vörnina  á Atla Fannar sem afgreiddi boltann örugglega í netið.  Staðan 3-0. Indriði Áki átti góðan skalla á 88 mín. sem fór naumlega framhjá, drengurinn búinn að vera ógnandi og góður í þessum leik. Lokatölur í kvöld 3-0 sigur í góðum leik, við vorum betri í þessum og unnum sanngjarnt.  Flott að sjá baráttuna í liðinu og greinilegt að allir leikmenn voru að leggja sig fram. Vel gert drengir.  Næsti leikur er eftir slétta viku á nesinu gegn Gróttu sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!