fbpx
Oli vefur

Reykjavíkurmótið í handbolta karla hefst á morgun þriðjudag í Safamýri

Þorgrímur SmáriVið FRAMarar munum byrja Reykjavíkurmótið í handbolta af krafti þetta árið og við leikum 3 leiki á mótinu á tæpri viku.
Fyrsti leikur okkar verður í Safamýrinni á morgun þriðjudag kl. 19:30 þegar við mætum ÍR.  Síðan mætum við Víkingum á fimmtudag  13.ágúst í Safamýrinni kl. 19:30 og loks mætum við Val á mánudag 17. ágúst sá leikur verður líka í Safamýrinni og hvetjum við FRAMara til að mæta á þessa leiki og sýna liðinu stuðning.  Æfingar hafa gengið vel og allir okkar leikmenn að komast í sitt fyrra stand.  Þessir leikir eru auðvitað hluti af undirbúningi fyrri veturinn en ljóst að þeir verða teknir alvarlega og nýttir vel. Endilega látið sjá ykkur í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!