fbpx
Freysi FH vefur

Öruggur sigur FRAM á ÍR í kvöld

Þorgrímur SmáriVið FRAMarar spiluðum okkar fyrsta leik á Reykjavíkurmótinu í handbolta í kvöld.  Leikið var á gamal kunnum slóðum í FRAMhúsi Safamýri.  Reykjavíkurmótið byrjar fremur snemma þetta árið en Íslandsmótið byrjar mun fyrr en venjulega og því þurfa liðina að byrja allan undirbúning fyrr en venjulega.
Leikurinn í kvöld fer ekki í neinar metabækur enda liðin á miðju undirbúningstímabili.  Liðin jöfn í fyrri hálfleik ÍR heldur með frumkvæðið og var yfir 14-16 í hálfleik að mig minnir.  Síðari hálfleikur var hinsvegar eign okkar með manni og mús. Við hreinlega keyrðum yfir ÍR-inga og þeir köstuðu handklæðinu fljótlega. Lokatölur í kvöld 28-21, öruggur sigur FRAM.  Það er ekkert að marka þessi úrslit eða þessa leiki, flestir leikmenn fá að spila og verið að dreifa álaginu á hópinn.  Valtýr kom skemmtilega inn í síðari hálfleik  og Toggi (Þorgrímur Smári) sem kom til okkar frá HK var að spila vel. Mjög jákvætt að hann falli vel að leik liðsins því hinn nýji leikmaður okkar Óðinn Þór  er að spila eins og engill með landsliði Íslands U-19.  Óðinn og Arnar Freyr eru sem sé í Rússlandi og við eigum þá inni síðar.  Næsti leikur er á fimmtudag í FRAMhúsi sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!