fbpx
Mark jóna vefur

Jafnt gegn Hvíta Riddaranum í kvöld

IMG_2722Það var rok og rigning á Tungubökkum þegar stelpurnar okkar mættu til leiks gegn Hvíta Riddaranum. Völlurinn frekar lélegur og sennilega sá slakasti sem við höfum séð í sumar, kemur reyndar jafnt niður á öllum.
Leikurinn var eins og veðrið ekki skemmtilegur, það var eins og það væri allur vindur út okkur og ekkert að gerast í fyrri hálfleik.  Við að leika illa og náðum ekki okkar leik.  Fengum á okkur mark á 37 mín þrátt fyrir að vera meira með boltann og eiga mun fleiri færi en Riddara stelpurnar.  Staðan í hálfleik 1-0.  Síðari hálfleikur var lítið betri, við meira með boltann, sóttum mun meira en ekkert gekk þrátt fyrir að þjálfarinn gerði breytingar á liðinu. Lejla Cardaklija fékk svo rautt á 65 mín sem var ekki til að hjálpa liðinu, að vísu fauk ein úr riddaraliðinu útaf í leiðinni, þannig að núna var meira pláss á vellinu.  Við börðumst samt áfram sem skilaði okkur loks marki á 83 mín þegar Dagmar Ýr þrumaði boltanum í marki.  Lengra komumst við ekki og lokatölur í kvöld 1-1.  Þessi úrslit eru hrikaleg vonbrigði og ljóst að okkar leikmenn hafa ekki mætt með rétt hugarfar í þennan leik.  Næsti leikur er á heimavelli eftir slétta viku sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email