fbpx
Stelpunámskeið

Knattspyrnunámskeið fyrir stelpur vikuna 17.-21. ágúst

Knattspyrnunámskeið ætlað stelpum á aldrinum 5-12 ára verður haldið vikuna 17.– 21. ágúst (kl. 9:00-12:00) á íþróttasvæði Fram í Safamýri.

Námsskeiðið er í umsjón Birgis Breiðdals, UEFA þjálfara í FRAM, sem hefur séð um stelpuknattspyrnunámskeiðin undanfarin 4 ár.

Stelpunámskeið
Það verður létt kósýstemmning á námskeiðinu í takt við stemmninguna og veðrið dag frá degi.

Eins og undanfarin ár munum við bralla margt skemmtilegt.
Förum í skemmtilega leiki.
Förum í ísferð í Ísbúð Háaleitis og gæðum okkur á Framísnum sívinsæla.
Einnig ætlum við að fá okkur Dunkin’ Donuts kleinuhringi.
Tímatökur með skemmtilegum verðlaunum.
Ýmsar keppnir með smáverðlaunum í lok hverrar þrautar.
Í lok námsskeiðisins sláum við upp pizzuveislu og allar stelpurnar á námskeiðinu verða leystar út með glæsilegum glaðningi.

Stelpunámskeið1 2015

Verð:
Ein vika kostar kr 8.000- (systkyni kr 12.000-).

Stakir dagar kr 2.000-.

Skráning fer fram á framstulkur@gmail.com og einnig er hægt að hafa beint samband við Bigga í síma 6998422.

Skráning er staðfest þegar greiðslu er lokið og skal lagt inn á reikning 101-26-88891 kt:270868-3719 og setja nafn stúlku í skýringu og senda svo staðfestingu á tölvupóstfangið framstulkur@gmail.com.

Ef eitthvað er óljóst þá endilega hafið beint samband við Bigga í síma 6998422, netfang framstulkur@gmail.com.

Hlökkum til að sjá ykkur og endilega bjóðið vinkonum að koma með 🙂

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!