Strákarnir okkar í handboltanum léku í kvöld sinn annan leik á Reykjavíkurmótinu í handbolta en leikið var í Safamýrinni gegn Víking. Leikurinn í kvöld var eins og leikurinn á þriðjudag ekki mikið fyrir augað, frekar hægur og greinilegt að liðin eru að æfa mikið og leikmenn frekar þungir.
Fyrri hálfleikur var ekki góður af okkar hálfu, leikmenn áttu hreinlega erfitt með að koma sér í gang og allar hreyfingar einhvern veginn allar á sama hraða. Staðan í hálfleik 9-12.
Við mættum hressari til síðari hálfleiks og náðum fljótlega tökum á leiknum, vörðumst betur og Valtýr stóð sig vel á milli stanganna. Við náðum að jafna leikinn eftir c.a 45 mín. 16-16 og náðum í framhaldinu forrustu. Þeirri forrustu héldum við loka og unnum að lokum sigur 24-21. Fátt um þennan leik að segja, þetta er undirbúnigsleikur en alltaf gott að klára leiki með sigri. Næsti leikur hjá strákunum er á mánudag á heimavelli gegn Val, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM